Menntabúðir í Höfðaskóla

Miðvikudaginn 3. apríl stóðu kennarar Höfðaskóla fyrir menntabúðum fyrir kennara í Húnavatnssýslum. Þeir kennarar sem mættu gátu valið sér örnámskeið þar sem þeir kynntust ýmsum smáforritum og skipulagssverkfærum sem notuð eruð við kennslu og kennsluskipulag í Höfðaskóla. Þetta er í annað sinn sem menntabúðir eru haldnar á vegum skólanna í Húnavatnssýslum, en Blönduskóli reið á vaðið í fyrra. Vonandi eru svona menntabúðir komnar til að vera því það er hægt að læra svo margt af hvert öðru.