Samstarf við Nes listamiðstöð

Þeir nemendur miðstigi sem eru í myndmennt fóru í Nes listamiðstöð í vikunni og fengu fræðslu um Collage art eða hvernig hægt er að gera listaverk úr klippimyndum. Þau fengu allskyns efni til að vinna með og bjuggu til sín eigin "collage" listaverk sem komu skemmtilega út, þrátt fyrir að hafa stuttan tíma.

Krakkarnir í 2. og 3.bekk lærðu að búa til sólmyndir ( cyanotype ) í Nes listamiðstöð í vikunni og skemmtu sér konunglega.

Það er ómetanlegt að vera í góðri samvinnu við menningarstarfsemi í nærumhverfinu. 

Myndirnar verða til sýnis á opnu húsi í Nes sem er í dag frá kl. 16:00 -18:00. við hvetjum alla til að mæta og berja verkin augum.

Myndir hér