Helgarkveðja á miðvikudegi

Stutt vika þessa vikuna, sumardagurinn fyrsti á morgun og skipulagsdagur á föstudaginn sem starfsfólk hefur unnið af sér. Það eru því allir á leið í langt helgarfrí eftir daginn í dag.

Þrátt fyrir stutta viku var ýmislegt um að vera eins og vant er. Á mánudaginn fengu nemendur í 7.-10. bekk kynningu frá SSNV og í gær fóru nemendur í. 8.-10. bekk á valgreinadag í Húnabyggð. Myndir frá því hér. 

Ritstjórn Höfðafrétta hefur nú lagt lokahönd á skólablað vorsins sem farið er í prentun og verður borið út á öll heimili á Skagaströnd og í Skagabyggð. Við hlökkum til að sýna ykkur afraksturinn en nemendur hafa staðið sig mjög vel við gerð blaðsins og mega vera stolt af því. 

Í næstu viku kemur Ármann Óli sjúkraflutningamaður í heimsókn og fer yfir starf sitt sem slíkur í valgreininni starfakynningar, það verður án efa mjög fróðlegt og skemmtileg.

Næsta vika verður tvískipt, frídagur á miðvikudaginn þar sem 1. maí ber upp þann dag. 

Semsagt, maí er handan við hornið, sólin hækkar og hækkar á lofti og áður en við vitum af verður komið að skólaslitum. Það er þó nóg eftir fram að því.

Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa