Námsferð að Hrafná

 

Nemendur á miðstigi fóru í fjöruferð að Hrafná í gær 14. september í tilefni af því að dagur íslenskrar náttúru er núna á laugardaginn, 16. september. Ýmislegt var skoðað bæði á leiðinni og við Hrafná. Meðal annars spreyttu nemendur sig á að ýla með melgresisstráum sem voru víða á leið þeirra, skoða ýmsar gerðir af þara, handleika hrúðurkarla, bláskeljar og kuðunga. Mesta lukku vöktu þó marflærnar sem nægt var af undir steinum í fjöruborðinu. 

Nærumhverfið okkar er frábær kennslustaður og nálægðin við fjöruna og hafið gefur ýmis tækifæri til náms sem auðveldara er að leysa úti frekar en að skoða myndir inni í skólastofu.

Myndir hér