Náttúrufræði á miðstigi

Nemendur á miðstigi hafa verið að læra um tækniþróun. Þau völdu sér tæki að eigin vali og áttu að finna hvenær þau voru fundin upp og þróunina á þeim til dagsins í dag.

Einnig unnu nemendur á miðstigi verkefni um fjöruna, hljóð, pöddur og plöntur. Þau fóru í vettvangsferð og tóku upp hljóð, tóku myndir og söfnuðu hlutum/dýrum/plöntum sem tengdust verkefninu. Hver hópur bjóð til veggspjald og mátti svo kynna þetta með því að vera með glærukynningu, munnlega eða bara eins og hentaði þeim best.