Nemendur 8.bekkjar skelltu sér í fjárhúsin á Hóli

Nemendur í 8. bekk skelltu sér í fjárhúsin hjá Dagnýju Rósu umsjónarkennara sínum í dag. Björn bóndi tók á móti þeim og leiddi þau í allan sannleikann um sauðburð.

Það hittu þau nokkra heimalinga, gáfu þeim að drekka, klöppuðu krúttlegum lömbum, fræddust um mismunandi sauðfjárliti, sauðfjármörk og merkingar og drukku í sig sveitailminn.

Við þökkum Birni bónda og Dagnýju kærlega fyrir heimboðið

Myndir hér