Nemendur á miðstigi hanna fjárrétt í stærðfræði

Nemendur eru að vinna hörðum höndum að skapandi stærðfræðiverkefni sem er að ganga mjög vel hjá þeim.

Verkefnið felst í því að hanna eigin fjárrétt, með öllum þeim hólfum og smáatriðum sem þeim finnst þurfa að vera, og tengja saman teikningu, mælingar og útreikninga. Í vinnunni þurfa þau að leggja áherslu á nákvæmni, nýta mismunandi form og mælitæki og reikna bæði flatarmál, ummál, rúmmál og horn og fleira.

Til að gera áskorunina skemmtilegri fengu nemendur einnig tækifæri til að prófa sig áfram með snúninga og hlutföll, sem gerir verkefnið enn fjölbreyttara.

Myndir hér