Nemendur í 6. - 7. bekk fóru í vettvangsferð með kennurum sínum í gær í Útbæinn.
Þar tók Einar Þorleifsson, náttúrufræðingur hjá Náttúrustofu Norðurlands á móti okkur og gekk með út að nýja fuglaskoðunarhúsinu, ásamt því að fræða okkur um þær fuglategundir sem sáust. Nemendur voru mörg hver með fuglabækur og sjónauka með sér sem juku upplifunina. Við sáum æðarkolluhreiður, fjölda fýla á varpstað og kríurnar gerðu óvænta árás á hluta hópsins.
Einnig tók Guðmundur Egill Erlendsson hjá Björgunarsveitinn Strönd á móti nemendum og fræddi þau um starfsemi og tækjakost sveitarinnar.
Að lokum hittu nemendur svo Reyni Lýðsson hjá Fiskmarkaði Íslands sem fræddi þau um ýmislegt tengt Fiskmarkaðnum, löndunarþjónustu og útgerð.
Þessi vettvangsferð heppnaðist mjög vel og nemendur urðu margs vísari um þessar stofnanir og fuglalífið á Höfðanum. Við þökkum þeim Einari, Guðmundi og Reyni kærlega fyrir móttökur og fræðslu.
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |