Nemendur í tilraunavali kanna fuglalíf á Höfðanum

 Nemendur í tilraunavali hafa að undanförnu unnið með líffræði og fengið að kynnast því hvernig vísindamenn rannsaka lífverur í sínu náttúrulega umhverfi. Á miðvikudaginn í síðustu viku fóru þeir í fuglatalningu á Höfðanum og fengu til liðs við sig Einar Þorleifsson náttúrufræðing, sem hefur mikla reynslu af slíkum rannsóknum. Einar fræddi nemendur um tilgang fuglatalninga og mikilvægi þeirra til að fylgjast með breytingum á dýrastofnum. Í fuglaleitinni fundu nemendur fjölbreyttar fuglategundir, þar á meðal æðarfugla, svartbaki, rauðbrystinga, tjalda, kríur og fleiri tegundir. Verkefnið gekk vel og veitti nemendum dýrmæta innsýn í aðferðir vistfræðilegra rannsókna og mikilvægi umhverfisverndar.

 

Myndir hér.