Niðurstöður úr sýnatöku v. hugsanlegs covid 19 smits var neikvæð

Sæl og blessuð

Niðurstöður úr sýnatöku v. hugsanlegs covid 19 smits var neikvæð, sem er ákaflega gleðilegt.
Við opnum því skóla í fyrramálið og höldum sama fyrirkomulagi og í byrjun viku. Yngsta stig og unglingastig mæta í skóla en miðstig verður heima.

Ég minni á mikilvægi þess að láta okkur vita ef nemendur eiga að vera í leyfi, en það er gert hér.
Þeir foreldrar sem þegar höfðu sótt um leyfi þessa viku þurfa ekki að gera það aftur.

Ekki hika við að hafa samband ef þið hafið spurningar.
Kær kveðja
Sara Diljá