Opið hús 22.október

Á morgun er opið hús í skólanum frá kl. 16:00 til 18:00 og eru öll hjartanlega velkomin.  Þetta er frábært tækifæri til að koma í heimsókn og kynnast starfi skólans betur.

Góðgerðarvikan okkar er hafin og við erum þegar farin að setja í kassana sem eiga að fara til Úkraínu. Þetta er mikilvægt verkefni þar sem við leggjum okkar af mörkum til að hjálpa þeim sem þurfa á því að halda. Nemendur sýna mikinn áhuga á þessu góða málefni.

Á opna húsinu er boðið upp á vöfflukaffi sem kostar ekkert, en við tökum við frjálsum framlögum og rennur allur ágóði til góðgerðarvikunnar. Þetta er leið til að styðja við gott málefni á sama tíma og við njótum þess að setjast niður og spjalla.

Endilega kíkið í heimsókn í Höfðaskóla.