Páskafrí

Sæl kæru foreldrar

Fyrst af öllu langar okkur, starfsfólki skólans, að þakka ykkur kærlega fyrir samvinnuna undanfarnar vikur, það er ómetanlegt hversu vel foreldrar/forráðamenn hafa tekið í þær breytingar sem við höfum þurft að gera. 

Nú horfir svo við að samkomubannið verði framlengt til 4. maí og aflétt í skrefum eftir það. Við höfum tekið ákvörðun um að senda ekkert út strax í sambandi við skólahald eftir páska heldur biðjum við ykkur um að fylgjast vel með póstinum ykkar mánudaginn 13. apríl, þ.e. á annan í páskum en þá munum við senda skipulagið út. Við gerum okkur þó grein fyrir að foreldrar, sérstaklega á yngsta stigi, þurfa tíma til að skipuleggja sig ef börnin eru ekki í skóla og biðjum við ykkur því að gera ráð fyrir að yngsta stig verði ekki í skóla fyrstu vikuna eftir páska. Það er þó ekki niðurneglt og allar upplýsingar munu berast á annan í páskum.

Enn og aftur, takk fyrir samstarfið, kæru foreldrar/forráðamenn. Skólasamfélagið á Skagaströnd er ríkt af góðu fólki.

Gleðilega páska
Sara Diljá og Guðrún Elsa