Páskakveðja

Heil og sæl

Páskafríið hófst aðeins fyrr en áætlað vegna hertra sóttvarnaaðgerða. Við tökum því sem höndum ber og vonum að allir fari varlega. Ástandið er vissulega orðið þreytandi að marga mati en við þurfum að standa saman og klára þetta erfiða verkefni sem nú hefur staðið yfir í heilt ár. 
 
Dagana þrjá í þessari viku sem skóli var opinn var þemavika á unglingastigi sem gekk vonum framar. Nemendur virtust una sér vel og litu mörg spennandi og skemmtileg verkefni dagsins ljós. Við stefnum að þið að klára þá tvo daga sem eftir eru þegar við snúum til baka. 
 
Nemendum í 9. og 10. bekk stóð líka til boða að fylgjast með starfakynningu frá Landspítala og voru nokkrir sem þáðu það. 

Ný reglugerð um skólastarf í hertum aðgerðum mun berast í páskafríinu og við munum upplýsa ykkur um skólastarf eftir páska um leið og hún liggur fyrir.
 
Við óskum ykkur gleðilegra páska og þökkum gott samstarf það sem af er skólaári. 
 
Páskakveðjur
Sara Diljá og Guðrún Elsa