Perlað af Krafti

Þriðjudaginn 16. maí s.l. fengum við í Höfðaskóla góða heimsókn frá starfskonum Krafts, styrktarfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra og héldum viðburðinn Perlað af krafti. Það má með sanni segja að það hafi gengið vel hjá okkur að perla armbönd en saman perluðum við 382 armbönd, sem gera 1.107.800 krónur fyrir Kraft ef þau seljast öll. Þar fyrir utan seldist varningur fyrir 250.830 krónur.
 
Við þökkum öllum þeim sem sáu sér fært um að mæta fyrir komuna, það hefði verið gaman að sjá fleiri andlit en vonandi verður betri mæting næst, þar sem við stefnum að því að halda svona viðburð aftur síðar. 
 
Vel gert Höfðaskóli :)