Nemendur í 1. og 2. bekk settu upp svunturnar í morgun og bökuðu piparkökur, skreyttu með glassúr og öll skemmtu þau sér konunglega við verkefnið.
Undirbúningurinn hófst í mánudagsritun í gær þegar nemendurnir skrifuðu uppskriftina vandlega niður í ritunarbækurnar sínar.
Baksturinn gekk afar vel og Þegar kökurnar komu úr ofninum og höfðu kólnað var kominn tími til að skreyta.
Þetta verkefni var samþætt á milli námsgreina þar sem nemendurnir æfðu ritun, tileinka sér leiðbeiningar og vinna saman að sameiginlegu markmiði. Slík verkefni eru dýrmæt og nauðsynleg í amstri dagsins, þar sem nemendur fá að slaka aðeins á, njóta samveru og læra á skemmtilegan hátt.
Allir nemendur í 1. og 2. bekk eiga hrós skilið fyrir frábæra vinnubrögð og góða liðsheild.
|
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |