Prjónaval á unglingastigi

Nemendum unglingastigs bauðst að læra að prjóna í einni af valgreinum unglingastigs í vetur.  

Þeir sem það völdu prjónuðu annað hvort húfu eða ungbarnahosur og nokkrir gerðu bæði.  Þar lærðu þeir grunnatriði prjóns svo sem að fitja upp, slétt prjón og garðaprjón, útaukningar og úrtökur til hægri og vinstri, stroffprjón og að fella af.  

Hér má sjá myndir af afrakstrinum.