Síðasta föstudagskveðjan á skólaárinu 2019-2020

Heil og sæl

Síðasta föstudagskveðja vetrarins tafðist aðeins vegna anna og kemur því á þriðjudegi, það er nú varla verra :)

Í síðustu viku var nóg um að vera hjá okkur, nemendur kláruðu að ganga frá í stofunum sínum, við vorum með útivistardag, héldum flippíþróttadaginn okkar og enduðum á pylsugrilli. Skólaslit Höfðaskóla fóru svo fram s.l. föstudag og í lok þeirra héldu nemendur út í sumarið. 

Veturinn var vægast sagt viðburðarríkur og margt sem hafði áhrif á skólastarf. Við erum þó sátt og sæl með skólaárið sem nú er liðið og vonum að þið eigið öll frábært sumar framundan. 
 
Takk fyrir einstaklega gott samstarf á þessu skólaári, skólasamfélagið á Skagaströnd er gott samfélag, fullt af frábæru fólki.
 
Skólasetning Höfðaskóla fyrir skólaárið 2020-2021 fer fram mánudaginn 24. ágúst. 
 
Njótið sumarsins.
Með kærum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa