FRÁBÆRRI skíðaferð lokið :)

Ungmennafélagið Fram stóð fyrir skíðaferð í Tindastól í góðri samvinnu við skólann. Ferðin var farin í dag og gekk allt eins og best verður á kosið. Nemendur voru alsæl með ferðina og vonumst við til að þessari hefð sé hér með komið á :)

Nemendur stóðu sig með stakri prýði, margir voru að fara í fyrsta sinn á skíði á meðan önnur eru þræl vön. Allir hjálpuðust að og höfðu gaman af. Frábærir krakkar öll sem eitt. 

Takk kæru foreldrar sem fóruð með okkur í dag og takk Umf. Fram :)

Myndir hér