Skipulag vikunnar 13.-16.apríl

Sæl kæru foreldrar/forráðamenn.

Hér kemur skipulag vikunnar,töluverð forföll hafa verið hjá nemendum síðan samkomubann tók gildi og því ætlum við að láta á það reyna að bjóða öllum stigum uppá að mæta þessa viku, ef allir nemendur mæta munum við þó þurfa að breyta skipulaginu aftur og verður þá sendur út póstur þess efnis. Við minnum á að þeir sem kjósa að hafa börnin sín heima, eru vinsamlegast beðnir um að skrá þau í leyfi hér: https://www.hofdaskoli.is/is/foreldrar/leyfi

Yngsta stig mætir í skólann kl. 8:00 og taka umsjónarkennarar á móti þeim. Þeirra skóladegi lýkur kl. 12:00.

Miðstig mætir í skólann kl. 8:30 og taka umsjónarkennarar á móti þeim. Þeirra skóladegi lýkur kl. 12:30.

Unglingastig mætir í skólann kl. 9:00 og taka kennarar á móti þeim. Þeirra skóladegi lýkur kl. 13:00. 

Það er alveg ljóst að töluverðar takmarkanir verða á skólastarfi áfram og verður kennsla með svipuðu sniði og fyrir páskafrí, þ.e. nemendur vinna í litlum hópum þar sem við reynum eftir fremsta megni að tryggja 2 metra bil milli nemenda. 

Við minnum einnig á að ef nemendur eða aðrir fjölskyldumeðlimir finna fyrir flensueinkennum eru þau vinsamlegast beðin um að halda sig heima þar til það gengur yfir. Einnig minnum við á tilmæli þess efnis að halda nemendum í sömu hópum eftir skóla og þau eru í, í skólanum ætli þau að leika við önnur börn eftir að skóladeginum lýkur, sjá tilmæli frá landlækni hér: https://www.heimiliogskoli.is/2020/03/20/samkomubann-og-born-leidbeiningar-fra-landlaekni/

Hádegismatur verður ekki í boði þessa viku né ávaxtastund á miðvikudag. Frístund fellur sömuleiðis niður. Einnig minnum við á að unglingadeild þarf að koma með nesti með sér þar sem ekki er í boði að fara í búðina í frímínútum. 

Endilega hafið samband ef spurningar vakna
Kærar kveðjur
Sara Diljá og Guðrún Elsa