Skólabyrjun

Senn líður að skólabyrjun og verður skólasetning með sama hætti og undanfarin ár.
Skólasetning fyrir skólaárið 2023-2024 fer fram fimmtudaginn 24. ágúst 2023.
Nemendur mæta beint í skólann í sínar heimastofur í fylgd með
foreldrum/forráðamönnum. Breyting hefur orðið á hvernig hópum er skipt en eru
skiptingar og tímasetningar sem hér segir:

9:00 - 1.-3. bekkur í stofum á neðri hæð.
9:30 - 4. og 5. bekkur í miðstigs stofum á efri hæð.
10:00 - 6. og 7. bekkur í miðstigs stofum á efri hæð.
10:30 - 8.-10. bekkur í unglingastigs stofum á efri hæð.

Í haust eru skráðir 66 nemendur Í Höfðaskóla og verða skóladagar 175 talsins.

Eins og oft vill verða að hausti hafa orðið mannabreytingar í skólanum. Inga Jóna
Sveinsdóttir er hætt störfum og Ásdís Ýr Arnardóttir og Kristín Kristmundsdóttir eru
farnar í leyfi. Berglind Hlín Baldursdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri sérkennslu,
Gísli Ragnarsson kennari á mið- og unglingastigi og Sandra Ómarsdóttir tekur við
bókasafninu.

Umsjónarkennarar í ár verða:

1. bekkur - Halla María Þórðardóttir
2.-3. bekkur - Fjóla Dögg Björnsdóttir
4.-5. bekkur - Þorgerður Þóra Hlynsdóttir
6.-7. bekkur - Dagný Rósa Úlfarsdóttir og Vigdís Elva Þorgeirsdóttir
8.-10. bekkur - Elva Þórisdóttir og Dagný Rósa Úlfarsdóttir

Frístund verður starfrækt eins og undanfarin ár og er hún í boði fyrir nemendur
yngsta stigs (1.-4. bekk) eftir að kennslu lýkur á daginn. Starfsmenn frístundar verða
áfram þær Daniela Esme og Erna Ósk. Frístund verður í boði fyrir alla nemendur
yngsta stigs, endurgjaldslaust, út ágúst en eftir það hafa aðeins skráðir nemendur
aðgang. Skráning fer fram hér. 

Mötuneytið verður áfram rekið af sveitarfélaginu og munu nemendur borða í
Fellsborg. Matráður verður Daniela Esme og henni til aðstoðar Kristín Þórhallsdóttir.
Skráning fer fram hér. Ef gera þarf breytingu á skráningu
nemenda eftir að skóli hefst skal senda óskir um þær á skagastrond@skagastrond.is

Sund verður kennt á mánu- og þriðjudögum í ágúst, september, október, mars, apríl
og maí. Nemendur labba eða hjóla í sund meðan veður leyfir að undanskyldum
nemendum 1. bekkjar en þeim verður keyrt í og úr sundi.

Hafragrauturinn góði verður í boði alla virka morgna og ávaxta stundin verður áfram
á miðvikudögum.

Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna, við erum hér fyrir ykkur.
Skólaárið 2023-2024 hefst 24. ágúst 2023 og þar með segi ég Höfðaskóla settan.

Kær kveðja
Sara Diljá
skólastjóri