Skólahald næstu vikna.

Sæl kæru foreldrar

 

Nú er ljóst að röskun verður á skólastarfi næstu daga/vikur. Það er foreldrum í sjálfsvald sett hvort þeir haldi börnum sínum heima þá daga sem þau annars ættu að vera í skólanum. Gott væri að fá að vita ef einhverjir hafa tekið ákvörðun um að halda börnum sínum heima á meðan á samkomubanni stendur. Óski foreldrar eftir að halda börnum sínum heima verður nemendum send verkefni til að vinna heima. Nánara skipulag verður sent út á morgun en ljóst er að þá daga sem nemendur munu mæta verða þau í skólanum frá 8:20-12:00, ekki verður hádegismatur í boði og frístund fellur niður. 

 

Kær kveðja

Sara Diljá