Skólasetning Höfðaskóla

Skólasetning Höfðaskóla fyrir skólaárið 2025–2026 fer fram mánudaginn 1.september 2025.

Nemendur mæta beint í sínar heimastofur og við hvetjum foreldra/forráðamenn til að mæta með þeim.

Tímasetningar á skólasetningu:

  • 1.–4. bekkur – kl. 9:00–9:30 í Dvergasteini
  • 5.–7. bekkur – kl. 9:30–10:00 í Villingaholti
  • 8.–10. bekkur – kl. 10:00–10:30 í Skýjaborg

Það eru 64 nemendur skráðir í Höfðaskóla og verða skóladagar alls 175. 

Frístund verður áfram starfrækt fyrir nemendur í 1.–4. bekk að lokinni kennslu. Hún stendur öllum nemendum þessara bekkja til boða. Umsjónarmenn verða Ellen Lind, Esme og Hrafnkell Heiðarr. Skráning hér

Morgunhressing verður í boði fyrir alla nemendur alla morgna milli kl. 9:20 og 10:00. Boðið er uppá hafragraut og ávexti.

Hádegismatur verður framreiddur kl. 12:00 í Fellsborg og er hann gjaldfrjáls fyrir alla nemendur. Mikilvægt er þó að skrá börnin í mat svo hægt sé að skipuleggja sem best. Matráður verður Daniela Esme með Kristínu Þórhallsdóttur sér til aðstoðar. Skráning hér

Sundkennsla verður á mánudögum og þriðjudögum í ágúst - október og svo aftur frá mars - júní. 

Hlökkum til að sjá ykkur.