Skólatími nemenda 30. og 31.maí

Breyting verður á skólatíma nemenda á mánudag og þriðjudag í næstu viku.

Mánudaginn 30. maí er umhverfisdagur og hefst á hefðbundnum tíma, kl. 8:20, hafragrautur í boði. Skóla lýkur á hádegi, matur í Fellsborg og frístund tekur við beint eftir mat.

Þriðjudaginn 31. maí hefst skóli kl. 9:00, hafragrautur EKKI í boði. Skóla lýkur kl. 12:00, ekki matur í Fellsborg heldur pylsuparty í skólanum. Frístund eftir hádegi.

Ekki verður sundkennsla þessa tvo daga.

Skólaslit Höfðaskóla fara svo fram í Fellsborg kl. 17:00, þriðjudaginn 31. maí.