Þemavinna á yngsta stigi

Nemendur á yngsta stigi, 1.-4.bekk, eru að vinna að sameiginlegu þemaverkefni um líkamann. Ýmislegt skemmtilegt og fróðlegt hefur komið í ljós og er nemendahópurinn áhugasamur og fróðleiksfús.

     Vissu þið að   * í áranna rás deyja sumir bragðlaukarnir og engir nýjir koma í staðinn. Svo að krakkar eru með bestu bragðlaukana.
                             * ef þú nagar á þér neglurnar skaltu hafa það í huga að það eru fleiri sýklar undir nöglunum á þér en undir klósettsetu.
                             * það eru 206 bein í beinagrind fullorðins manns.
                             * þú notar 40 vöðva til að gretta þig en 20 vöðva til að brosa.