Þín rödd skiptir máli!!

Lestrarkeppnin sem skólinn er að taka þátt í er á milli grunnskóla landsins og er haldin í annað sinn inni á https://samromur.is/takathatt þar sem keppt erum fjölda setninga sem lesnar eru inn í Samróm. Forseti Íslands setti keppnina formlega í Fellaskóla mánudaginn 18.janúar. Keppnin stendur yfir í viku og lýkur 25. janúar.
 
Höfðaskóli tekur þátt í ár. Þessi keppni er hinsvegar ekki bara fyrir nemendur heldur geta allir í bæjarfélaginu, ungir sem aldnir, lagt hönd á plóg og skráð sig til leiks mánudaginn 18.janúar inn í Höfðaskólahópinn og lesið.
Það er síðan framlag hópsins sem telur og eru vegleg verðlaun fyrir þann skóla sem les mest. 
 
Nemendur skólans lesa og lesa, standa sig gríðarlega vel og er skólinn, þegar þetta er skrifað, í öðru sæti í C flokki. Einnig hafa foreldrar og aðrir Skagstrendingar tekið mjög virkan þátt.