Þjóðleikhúsið á leikferð um landið

Þjóðleikhúsið lagði af stað í leikferð um landið með sýningu fyrir unga fólkið. Að þessu sinni er það sýningin Vloggið eftir Matthías Tryggva Haraldsson. 

Leikritið Vloggið er spennandi hugleiðing um vináttu, misgóðar forvarnir og myndbandsveituna Youtube. Þar eru Konráð og Sýrri að flytja alheiminum mikilvæg skilaboð í von um að verða heimsfræg, eða allavegana að geta bjargað einhverjum unglingi á Austfjörðum. En kannski snýst þetta, ómeðvitað, meira um að fá viðurkenningu frá hinum krökkunum í skólanum. 

Nemendur á unglingastigi Höfðaskóla fóru á Blönduós í morgun og sáu sýninguna í Félagsheimilinu ásamt unglingum frá Blönduósi og Húnavöllum.