Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi

Sólveig Erla, Ísabella Líf og Sóley Sif sem bar sigur úr býtum
Sólveig Erla, Ísabella Líf og Sóley Sif sem bar sigur úr býtum

Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi eða Stóra upplestrarkeppnin eins og hún heitir á landsvísu,  fór fram á Húnavöllum í dag þar sem tólf nemendur öttu kappi, þrír  frá hverjum skóla í sýslunni. Nemendur Höfðaskóla stóðu sig frábærlega og hrepptu þrjú efstu sætin.