Tíminn flýgur áfram...

Sæl og blessuð kæru vinir!

Tíminn flýgur áfram og enn á ný er kominn föstudagur, þá er ekki úr vegi að setjast niður og líta yfir vikuna sem nú er að renna sitt skeið og fara að spá í þeirri næstu. 

Skólapeysurnar komu í dag og voru afhentar nemendum við mikinn fögnuð :) Árshátíðarundirbúningur er kominn á fullt skrið og það er einkennileg tilfinning fyrir okkur stöllur að fylgjast með af hliðarlínunni. Atriði nemenda er smá saman að verða að flottum sýningaratriðum og við hlökkum til að leyfa ykkur að sjá afrakstur þessarar vinnu í næstu viku.

Árshátíð Höfðaskóla fer fram fimmtudaginn 14. nóvember í Fellsborg. Að morgni árshátíðardags mæta nemendur í Fellsborg kl. 9:00 á generalprufu. Þann dag verður ekki hafragrautur í boði og þau mega koma með sparinesti með sér ásamt drykk. Það er ekki leyfilegt að koma með sælgæti, gos eða orkudrykki. 

Árshátíðin hefst svo klukkan 18:00 en allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag hennar verða sendar út eftir helgi. Við biðjum líkt og undanfarin ár alla um að leggja til eitthvað góðgæti á kökuhlaðborðið, skráningarmiði fyrir kökuhlaðborð er nú aðgengilegur á heimasíðu og við biðjum ykkur vinsamlegast um að skrá ykkur þar fyrir þriðjudag. 

Við vonum að þið njótið helgarinnar
Kærar kveðjur
Sara Diljá og Guðrún Elsa