Unicef söfnun

Nemendur og starfsfólk Höfðaskóla ætla breyta út af vananum á litlu jólunum og sleppa pakkaskiptum. Í staðin leggur hvert heimili til 1000 krónur í söfnun fyrir vatnsdælu hjá Unicef. Vel hefur verið tekið í söfnunina og kom t.a.m. ein amma með pening í söfnunina, 1000 krónur fyrir hvert barnabarn sem hún á í skólanum. Stefnt er að því að ljúka söfnuninni og kaupa varninginn þann 19. desember n.k.