Uppbrotsdagur

Í dag mættu nemendur skólans kl. 9:00. Flakkað var milli stöðva þar sem ýmislegt var í boði að klippa, líma, lita, leika og einnig að fara í íþróttahúsið og sprikla. Enduðum svo öll í pylsupartýi í skólanum þar sem Finnbogi grillaði hátt í 200 pylsur.