Upplestrarhátíð

Í dag var upplestrarhátíð Höfðaskóla haldin í Hólaneskirkju. 
Nemendur í 5.-7. bekk lásu upp sögubrot úr bókinni Hetja eftir Björk Jakobsdóttur eða ljóð ýmist eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson eða Braga Valdimar Skúlason og stóðu sig öll með stakri prýði.

Þó að framsagnarkeppnin sé ekki lengur haldin skiptir upplestur og framkoma miklu máli í námi nemenda og er hátíðin góð æfing í að æfa sig í þeim þáttum. 

Myndir hér.