Útikennsla á aðventunni

Yngsta stig skelltu sér í fína útiveru þrátt fyrir rok. Jörðin er auð eins og er og nokkur voru vel moldug eftir fjörið. Þau léku sér að því að beisla vindinn með pokum í bandi. Oft er það einfalda sem gleður hvað mest og gott er að muna það í aðdraganda jólanna.