Í fyrsta tíma í morgun fór 1.2 bekkur af stað í ljósagöngu. Berglind kom með seríu sem þau héldu á milli sín og gengið var að tjaldsvæðinu. Þetta verður örugglega endurtekið þegar myrkrið verður meira.
Unglingarnir fóru fyrir hádegismat og gengu að Höfðanum. Þar hafa nemendur verið með verkefni að finna leið í gegnum skóginn og hafa nokkrar greinar verið sagaðar niður. Unglingarnir söguðu þetta svo niður í þægilegar stærðir og tóku með sér það sem á að nýta í jólaföndur. Þau örkuðu svo að skólanum með þetta í fanginu. Frábær dagur og fagurt veður
|
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |