Kraftur, samvinna og gleði Í dag skelltum við okkur í útikennslu og héldum inn að Hrafná þar sem við tókum hraustlega á því – í bókstaflegri merkingu! Krakkarnir óðu fram og til baka yfir kaldan og grýttan farveginn og létu ekki kuldann á sig fá og sumir urðu blautir upp fyrir mitti, en það kom ekki að sök – gleðin og hlátrasköllin voru allsráðandi. Krakkarnir sýndu einstakan dugnað, hvöttu hvort annað áfram og hjálpuðust að eins og sannir liðsfélagar. Ferðin tókst virkilega vel og var bæði skemmtileg og styrkjandi – bæði líkamlega og andlega.