Útiverkefni hjá 4. og 5. bekk

4. og 5. bekkur nýtti síðasta tímann fyrir hádegi úti í góða veðrinu. Þeim var skipt í hópa og þurftu að leysa verkefni sem fólst í því að finna ákveðna hluti. Þau þurftu svo að búa til listaverk úr því sem þau fundu. Þetta var virkilega skemmtilegt og sköpunargleðin fékk að njóta sín. Myndir hér.