Í dag fóru nemendur í kvikmyndavali í vettvangsheimsókn á kvikmyndabraut FNV á Sauðárkróki. Þar fengu þau kynningu á náminu og því hvernig kennslan er skipulögð frá Árna Gunnarssyni. Hann sagði frá því hvaða möguleikar standa nemendum til boða að loknu námi, bæði varðandi áframhaldandi nám og störf á sviði kvikmyndagerðar og tengdra greina. Að auki sýndi hann nemendum aðstöðuna og búnaðinn sem notaður er í kennslunni. Ferðin heppnaðist vel og nemendur voru ánægðir með heimsóknina.
Við þökkum kærlega fyrir móttökurnar.
|
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |