Viðburðarík vika

Sæl og blessuð

Vikan í Höfðaskóla var vægast sagt viðburðarík :) Afmæli skólans heppnaðist mjög vel og við þökkum þeim sem komu kærlega fyrir innlitið. 
 
Í næstu viku fer 7. bekkur að Reykjum í Hrútafirði og ætla dvelja þar í fimm daga, við erum fullvissar um að þau komi reynslunni ríkari heim.
 
Eins og foreldrar fengu upplýsingar um kom upp smávægilegur eldur hér í gær, við höfum nú fengið þrifateymi í hús sem mun koma öllu í stand svo skólahald verður með eðlilegu sniði eftir helgi. 
 
Nú þegar Kári blæs hressilega minnum við einnig á að mikilvægt er að nemendur komi klæddir eftir veðri í viðeigandi hlífðarfatnaði.
 
Þá fjúkið úti fýkur
og frostið bítur kinn.
Þá best er bók að taka
og byrja lesturinn
 
 Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum 
Sara Diljá og Guðrún Elsa