Viðurkenning í lestrarkeppni grunnskóla á Bessastöðum

Samrómur lestrarkeppni grunnskóla stóð yfir dagana 20. - 26. janúar 2022. Höfðaskóli tók þátt, eins og svo margir aðrir grunnskólar,  í keppninni með glæsilegum árangri.   

Í vikunni voru fulltrúar skólans viðstaddir athöfn á Bessastöðum þar sem forseti Íslands afhenti verðlaun og viðurkenningar fyrir frammúrskarandi árangur. Veitt voru verðlaun til skólanna sem voru í fyrsta sæti í sínum flokki, auk þess fengu þrír skólar sem lásu mest þvert á flokka viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur. Skólarnir sem sigruðu sína flokka voru Salaskóli, Smáraskóli og Höfðaskóli

Þeir nemendur sem tóku á móti verðlaununum fyrir hönd skólans voru systurnar Ylfa Fanndís og Arney Nadía Hrannarsdætur, nemendur í 5. og 6.bekk. Með þeim var Þorgerður Þóra Hlynsdóttir umsjónarkennari á miðstigi.

Keppnin var hreint út sagt ótrúleg og allir sem tóku þátt eiga hrós skilið. 

Fleiri myndir hér