Vikan 30. mars - 3. apríl

Heil og sæl

Í næstu viku verður skipulag skólastarfs eftirfarandi:

Yngsta stig mætir í skólann og taka umsjónarkennarar á móti þeim kl. 8:00. 1. og 2. bekkur verða á Bergstöðum með Ernu, Evu Dís og Guðrúnu Rós. 3. og 4. bekkur verða í Dvergasteini og Glaumbæ með Viggu, Ingu og Ástrós Villu. Skóla lýkur hjá 1. og 2. bekk kl. 11:50 og hjá 3. og 4. bekk kl. 12:00. Það er mjög mikilvægt að foreldrar virði þessar tímasetningar og séu mætt á réttum tíma að sækja börnin - mega samt helst ekki koma inn í skólann - þar sem hóparnir mega ekki blandast.

Miðstig mætir í skólann og taka umsjónarkennarar á móti þeim kl. 8:00. Skóla lýkur hjá þeim kl 11:40.

Unglingastig verður heima. Þeim verða sett fyrir ákveðin verkefni og munu umsjónarkennarar senda nánari upplýsingar heim.

Ef einhverjir foreldrar ætla að halda börnum sínu heima þá endilega skráið það hér, skiptir miklu máli að við vitum hvaða börn eiga að mæta og hvaða börn eru í leyfi til að allt utanumhald gangi upp.

Athygli er vakin á því að ekki verður hafragrautur í boði né hádegismatur. Ávaxtastund á miðvikudaginn fellur niður sem og frístund sem fellur niður alla daga.

Við göngum út frá því að skipulagið verði á þessa leið, ef breytingar verða munum við upplýsa ykkur um það.

Ekki hika við að hafa samband við okkur ef spurningar vakna.

Góða helgi
Kveðja
Sara Diljá og Guðrún Elsa