Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir

Eins og tíðin hefur verið undandarið er myrkrið og snjórinn allsráðandi á morgnana og því viljum við minna á endurskinsmerkin. 

Nemendur hafa verið ansi snjóugir og blautir eftir útivist undanfarna daga og gott væri ef auka sokkapar myndi leynast í tösku sem hægt væri að grípa til. 

Við höfum ráðið Guðrúnu Rós Hjaltadóttir til okkar. Hún mun starfa sem stuðningsfulltrúi á unglingastigi.  
Við bjóðum hana velkomna í starfsmannahópinn til okkar.

Á mánudag kemur listamaður sem dvelur í Nes listamiðstöð með smá sirkussýningu fyrir alla nemendur skólans. 

Til gamans má geta að nú er vika 43 að líða og eru þá einungis 9 vikur eftir af árinu.

Vonandi eigið þið ánægjulega helgi
Guðrún Elsa og Sara Diljá