Vorferð 1.-7.bekkjar

Nemendur 1.-7.bekkjar ásamt kennurum og stuðningsfulltrúum skelltu sér saman í vorferð nú í vikunni, hér fyrir neðan eru ferðasögur þeirra og myndir.

Vorferð (1.-4.bekkur)

Skemmtiferð frá yngsta stigi

Við fórum í rútu rosalega spennt fyrir deginum og það var langur dagur framundan. Við stoppuðum til að borða nestið okkar, í skógi sem heitir Jónasarlundur. Eftir nestið fórum við aftur í rútuna og fórum svo í bátinn Sævar til Hríseyjar. Þegar við vorum komin til Hríseyjar þá kom traktor með vagn og sótti yngsta stigið og keyrði með okkur hring um eyjuna. Við sáum mikið af traktorum í allskonar litum, gamla skólann, blóm, hænur og hittum strák og gamla konu sem áttu heima í Hrísey. Sumir kíktu inn í búðina. Fólk sem við sáum vinkaði okkur. Það voru mjög mikið af leiktækjum og skemmtilegum rólum. Margir fóru á hóppubelginn og í aparóluna. Eftir skemmtilegt stopp í Hrísey silgdum við aftur til baka og fórum á Hauganes. Þar fórum við að vaða og grilluðum pylsur. Við fórum í sund á Dalvík og þar voru rennibrautir. Á Dalvík hittum við Ingunni danskennara sem kenndi okkur dans í síðustu viku. Við fórum í gegnum fjallgöng sem heita Múlagöng. Við fórum á Höllina á Ólafsfirði og fengum pitsu, franskar og ískalt vatn með klökum. Eftir það fórum við í rútuna og spenntum okkur og keyrðum til baka heim. Bílstjórinn kveikti á bláu ljósi inni í rútunni það var rosalega cool. Heimferðin var rosalega löng og sumir sofnuðu. Við stoppuðum í Olís í Varmahlíð og þar sáum við smá af körfuboltaleiknum hjá Tindastól og Val. Við komum svo heim og vorum þreytt og glöð. Þetta var skemmtilegur dagur. 

Takk fyrir okkur.

Kveðja yngsta stig.

Vorferð (5.-7.bekkur)

Þriðjudaginn þann 9. maí fórum við 1.- 7. bekkur í óvissu vorferðalag.
Við byrjuðum á að fara í rútuna og þá hófst óvissuferðin.
Við stoppuðum kl: 11 til að fá okkur smá næringu fyrir þennan skemmtilegan dag. 
Eftir það fórum við í rútuna á leið til Árskógsands.
Þar fórum við í ferjuna Sævar á leið til Hríseyjar.
Í Hrísey fórum við á leikvöll og í traktorsferð til að skoða Hrísey, 1 - 4 bekkur fór fyrst í traktors ferðina meðan við hin lékum okkur á leikvellinum og svo öfugt.
Eftir Hrísey ferðina fórum við aftur í ferjuna Sævar til Árskógsand.
Þar fórum við á Hauganes og óðum í fjörunni meðan kennararnir útbjuggu pylsur fyrir okkur krakkana. 
Eftir Það fórum við til Dalvíkur  sundlaugina.
Við vorum þar í u.m.þ.b. 1 klukkutíma, eftir sundferðina vorum við orðin dálítið svöng þannig við fórum í pizzu veislu í Höllinni á Ólafsfirði.
Svo þegar allir voru saddir og sælir fórum við aftur heima leið.
Þessi ferð var mjög skemmtileg líka gaman að prófa eitthvað nýtt :) 

*Ritarar: Hrafney Lea & Gunndís Katla.