Árshátíð Höfðaskóla

Föstudagskvöldið 16.nóvember 2018, verður árshátíð skólans.  Daginn ber upp á Dag íslenskrar tungu en þá hefur verið venjan að halda Elínborgardag.  Í tilefni af fullveldisafmæli Íslands þá verður þema árshátíðaratriða árin 1918-2018.

Skólafélagið Rán verður með kaffisölu eins og venjan er á Elínborgardegi.  Okkur langar því að biðja hvert heimili sem á nemendur í skólanum að leggja til eitthvert góðgæti á kaffiborðið.  Allur ágóði af sölunni rennur í ferðasjóð nemenda.  Vinsamlegast athugið að það má alls ekki koma með rétt sem inniheldur hnetur, þ.m.t. Snickers.

Hér er hægt að fara inn og fylla út kökublaðið rafrænt.

Vinsamlegast komið með ykkar rétt í Fellsborg milli kl. 17:00 og 18:00 á árshátíðardegi.

                                                                   Stjórn skólafélagsins Ránar