Það er óhætt að segja að það sé viðburðarík vika að líða undir lok hjá okkur í Höfðaskóla.
Ingunn danskennari kom til okkar og nemendur voru í tímum hjá henni sem endaði svo á sameiginlegum tíma með foreldrum, sem var mjög skemmtilegt. Nánar og myndir hér.
Í gær vorum við svo með rýmingaræfingu þar sem bruna boðinn var settur af stað og við æfðum okkur að rýma húsið á sem skemmstum tíma. Það gekk allt vonum framar og við stefnum á að endurtaka æfinguna aftur í haust. Nemendur fylgdu öll þeim fyrirmælum sem gefin voru og óhætt að segja að þau hafi staðið sig frábærlega.
Eftir hádegi var svo umhverfisdagur hjá okkur, dagurinn byrjaði vel, nemendur héldu af stað í að tína rusl og stóðu sig frábærlega. Það skall svo á með leiðindar veðri svo við fórum aftur inn í skóla og kláruðum daginn þar og enduðum á pylsugrilli. Vel heppnaður dagur þrátt fyrir veðrið :)
Nú er aldeilis farið að styttast í annan endan á skólaárinu hjá okkur, aðeins tvær og hálf vika eftir. Í næstu viku verður íþróttadagur miðstigs haldinn í Húnabyggð, við sendum út upplýsingar um það eftir helgina.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá, Guðrún Elsa og Berglind Hlín
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |