Föstudagskveðja

Heil og sæl

Vikan í Höfðaskóla gekk vel, ungarnir halda áfram að stækka og dafna og gengur uppeldið á þeim vonum framar :) 
 
Nemendur hafa verið í danskennslu hjá Ingunni Hallgrímsdóttur þessa viku og hrósar hún krökkunum mikið fyrir framkomu og fas í tímunum. Dansinn hefur gengið vel og vonumst við til að festa danskennslu í sessi annað hvert ár. 
 
Framsagnarkeppnin okkar fór fram í gær hjá nemendum á miðstigi og stóðu krakkarnir sig frábærlega, frétt um keppnina ásamt myndum má sjá hér.    
 
Í næstu viku verður þemavika hjá unglingadeild þar sem þau verða í list- og verkgreinum frá 8:20-12:00 alla vikuna, umsjónarkennarar senda nánari upplýsingar um skipulagið heim í dag. 
 
Alþjóðlegi vöffludagurinn verður á fimmtudaginn í næstu viku og stefnum við að sjálfsögðu að því að halda hann hátíðlegan hér í Höfðaskóla, það verður nánar auglýst þegar nær dregur :)
 
Næsta vika er síðasta vikan fyrir páskafrí. 
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa