Föstudagskveðja

Sæl og blessuð

Nemendur á unglingastigi dvöldu á Sauðárkróki í FNV frá kl. 8:00-17:00 bæði miðvikudag og fimmtudag í þessari viku. Þar fengu þau kynningu á málmiðn, húsasmíði, rafiðn og FabLab. Nemendur og kennarar voru mjög ánægð með heimsóknina og þökkum við Fjölbrautaskóla Norðurlans vestra fyrir höfðinglegar móttökur. Ýtarleg frétt um heimsóknina er hægt að nálgast hér.
 
Næsta vika er síðasta heila skólavikan fyrir jólafrí og þá verður ýmislegt um að vera. Á mánudag verða sungin jólalög með aðstoð Hugrúnar og Elvars Loga kennara í Tónlistarskóla A-Hún, á miðvikudaginn verða kakó og piparkökur í nestinu og á fimmtudaginn verður síðasta söngstundin. Á föstudaginn ætlum við saman í kirkjuna og eiga þar notalega stund, hlusta á jólasögu og syngja jólalög. Möndlugrauturinn verður svo á sínum stað þann sama dag.  Allar nánari upplýsingar um þessa daga fást hjá umsjónarkennurum. 
 
Að lokum minni ég á söfnunina okkar fyrir Velunnarafélag Skagastrandar og Skagabyggðar  :)
 
Ég vona að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Guðrún Elsa