Föstudagskveðja

Heil og sæl

Vikan í Höfðaskóla gekk vel. Það var margt um að vera eins og gengur í skólastarfinu. Unglingarnir unnu skemmtilegt verkefni í náttúrufræði þar sem Elín Ósk Björnsdóttir kom í heimsókn, nánar um það hér
 
Miðstig flutti upplestur í tengslum við framsagnarkeppnina og stóðu þau sig öll með prýði. Nánar um það hér.
 
Unglingastig fór til Reykjavíkur þar sem þau fóru á sýninguna Mín framtíð í Laugardalshöll og skemmtu sér vel. Nemendur 10. bekkjar fóru svo í áhugasviðskönnun hjá námsráðgjafa þar sem þau standa nú frammi fyrir því að ákveða hvað tekur við eftir grunnskóla. 
 
Í næstu viku verður opið hús í Höfðaskóla, fimmtudaginn 23. mars frá kl. 10:00-11:30. Engin formleg dagskrá verður en gestum og gangandi gefst kostur á að koma í heimsókn og sjá það sem nemendur eru að fást við í kennslustundum. Við vonumst til að sjá sem flesta.
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa