Föstudagskveðja

Sæl kæru skólavinir

Áfram flýgur tíminn og skólaárið rétt að fara klárast. Í vikunni sem er að líða var 10. bekkur í skólaferðalagi í Danmörku ásamt þeim Elvu og Ásdísi og heppnaðist ferðin vel. Það voru þreyttir ferðalangar sem komu heim nú í morgunsárið og við hlökkum til að heyra ferðasöguna eftir helgi. 
 
Yngsta- og miðstig fóru í sína vorferð s.l. þriðjudag sem var mjög skemmtileg. Nánar um ferðina ásamt myndum hér. 
 
Miðstig fór svo á íþróttadag á Hvammstanga í gær og skemmtu allir sér vel. Nemendur sóttu ýmsa viðburði en um árlegan dag er að ræða þar sem skólarnir á svæðinu hittast og brjóta upp hefðbundna kennslu. 
 
Kiwanisklúbbarnir Drangey og Freyja komu og gáfu nemendum 1.bekkjar hjólahjálma. Grilluðu pylsur og lögreglan renndi yfir helstu öryggisþætti sem reiðhjól eiga að hafa. Hægt að sjá hér. Við þökkum Kiwanisklúbbnum kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf. 
 
Í næstu viku kemur Sigga Dögg kynfræðingur og hittir unglingastig á mánudag kl. 12:30 og er svo með fræðslu fyrir foreldra/forráðamenn og starfsfólk kl. 16:15 sem við hvetjum alla til að mæta á.
 
Á þriðjudag ætlum við að perla af krafti frá 13-15 og eru allir velkomnir að taka þátt í þeim viðburði. 
 
Á miðvikudag fellur kennsla niður eftir hádegi, en frístund verður með hefðbundnu sniði.
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar.
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa