Föstudagskveðja

Ritstjórn skólablaðsins Höfðafrétta
Ritstjórn skólablaðsins Höfðafrétta

Heil og sæl

Vikan sem nú er að líða var heldur betur skemmtileg í Höfðaskóla. Á mánudaginn kom skólahópur leikskólans í heimsókn til okkar en fréttir og myndir frá því má sjá hér. 

Á mánudaginn var einnig nemendaþing haldið í skólanum þar sem stjórnendateymi skólans hitti nemendur á öllum stigum og rædd voru ýmis mál. Það var margt áhugavert sem kom fram um atriði sem nemendur vildu ýmist bæta eða voru ánægðir með. Allt eru þetta hlutir sem við tökum til skoðunar og bregðumst við ef þurfa þykir. Það skiptir okkur miklu máli að hlusta á raddir nemenda. 

Þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag voru svo stigsskemmtanir sem heppnuðust mjög vel. Frétt og myndir frá því má sjá hér. 

Skólablaðið Höfðafréttir er í þann mund að verða tilbúið til birtingar og verður vonandi gefið út í næstu viku. Að þessu sinni verður blaðið rafrænt og við hlökkum til að sýna ykkur afrakstur vinnunnar hjá valgreinahópnum sem að blaðinu stendur. 

Tíminn æðir áfram og desember er handan við hornið. 1. desember er á föstudaginn í næstu viku en þann dag ætla allir bekkir að gera eitthvað í tengslum við þann merka dag, fullveldisdaginn.

Við vonum að þið njótið helgarinnar 
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa