Heil og sæl
Vikan var stutt hjá okkur, aðeins þrír skóladagar eftir gott vetrarfrí.
Bolludagurinn var sl. mánudag og að því tilefni lærðu nemendur á unglingastigi, sem eru með bakstur sem valgrein,
að baka vatnsdeigsbollur.
Hingað mættu svo hinar ýmsu furðuverur á miðvikudaginn og var kennslu slitið klukkan 12:00 og héldu nemendur þá af stað í söng leiðangur um samfélagið. Foreldrafélög leik- og grunnskólans stóðu svo fyrir öskudagsskemmtun í íþróttahúsinu og er ekki annað að heyra á nemendum en að þau hafi skemmt sér mjög vel.
Síðasti dagurinn hennar Esme fyrir barneignarleyfi var í dag.
Við minnum svo á hafragrautinn okkar sem er í boði alla morgna sem og ávaxta stund á mán-, mið- og föstudögum en þá daga þurfa nemendur ekki að koma með nesti.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa