Föstudagskveðja í snjó og kulda

Heil og sæl

Vikan í Höfðaskóla varð óvænt stutt í annan endan þar sem aflýsa þurfti skóla í dag vegna veðurs. Veturinn minnti á sig og í gær borðuðum við hádegismatinn í skólanum í stað þess að fara upp í Fellsborg.

9. bekkur átti að vera í samræmdum prófum í vikunni gekk fyrirlögnin ekki alveg nógu vel eins og fólk hefur eflaust séð í fréttum. Til stóð að færa prófin yfir í næstu viku en nú hefur Mennta- og menningamálaráðherra tekið ákvörðun um að aflýsa prófunum. Nemendum 9. bekkjar mun standa til boða að taka aðra útfærslu af samræmdum könnunarprófum og munum við auglýsa fyrirkomulag þeirra þegar það liggur fyrir.

Í vikunni fjölgaði um níu í Höfðaskóla þegar ungarnir komu úr eggjunum einn af öðrum. Það er búið að vera skemmtilegt, fróðlegt og spennandi að fylgjast með þessu ferli og krakkarnir hafa haft gaman af. Sjá myndir hér.

Í næstu viku verður danskennsla hjá okkur og verður skipulag hennar eftirfarandi:

Mánudag-fimmtudag: 10:00-11:00 - yngsta stig, 11:00-12:00 - miðstig og 12:40-13:40 - unglingastig.

Föstudagur: 9:20-10:20 - yngsta stig, 10:40-11:40 - miðstig og 11:40-12:40 - unglingastig. 

Danskennari er Ingunn Hallgrímsdóttir. 

Að lokum minnum við á drög að skóladagatali, endilega skoðið það hér og sendið inn ábendingar og athugasemdir. Við fengum fyrirspurn hvers vegna væri hægt að hafa val um 175 eða 180 daga og það er vegna þess að ef um 175 daga er að ræða eru nemendur einni kennslustund lengur á viku til þess að vinna upp dagana fimm.

Við vonum að þið njótið helgarinnar, sem óvænt varð löng :)

Með góðum kveðjum

Sara Diljá og Guðrún Elsa